Tók mynd með flugræningjanum

Innes skælbrosandi við hlið flugræningjans.
Innes skælbrosandi við hlið flugræningjans.

Mynd af Ben Innes, brosandi við hliðina á flugræningja Egypt Air farþegavélarinnar, þar sem hann er með sprengjubelti um sig miðjan, hefur vakið mikla athygli í netheimum.

Innes segir í viðtali við götublaðið Sun að hann hafi verið að reyna að sjá sprengjubeltið betur, auk þess sem hann hafi viljað „taka mótlætinu fagnandi.“  

Flugræninginn, sem neyddi vél Egypt Air til að lenda á Kýpur, var síðar handtekinn og í ljós kom að sprengjubeltið var ekki alvöru.

Innes, sem starfar á olíuborpalli úti fyrir Skotlandsströndum, var farþegi um borð í vélinni sem flugræninginn Seif Eldin Mustafa, hótaði að sprengja í loft upp.

Myndin var tekin á  meðan að viðræður við flugræningjann stóðu yfir á Larnaca flugvellinum á Kýpur í fimm klukkustundir.

Innes segist ekki vita af hverju hann hafi gert þetta. „Ég ákvað bara að  láta vaða og reyna að taka mótlætinu fagnandi."

Hann segir að myndin, sem var tekin af einum áhafnarmeðlima vélarinnar væri besta mynd sem hann ætti af sér.

Um 55 farþegar, þar af 26 útlendingar, voru í flugvélinni sem var á leið frá egypsku miðjarðarhafsborginni Alexandríu til höfuðborgarinnar Karíó.

Nær öllum farþegum var fljótlega leyft að halda frá borði, en flugræninginn hélt þó sjö manns eftir áður en  hann var handtekinn.

Innes segir að hluti ástæðu þess að hann lét taka myndina, hafa verið þá að hann vildi komast nær sprengjubeltinu til að geta skoðað það betur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert