Kalla Ísland bananalýðveldi

Ísland er kallað bananalýðveldi í dálki, sem birtist í blaðinu …
Ísland er kallað bananalýðveldi í dálki, sem birtist í blaðinu Süddeutsche Zeitung. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ísland er kallað banana­lýðveldi í dálki, sem birt­ist í blaðinu Süddeutsche Zeit­ung á þriðju­dag.

„Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son beið þar til skaðinn gat ekki orðinn meiri,“ skrif­ar Sil­ke Bigal­ke, blaðamaður Süddeutsche Zeit­ung, sem hef­ur skrifað frétt­ir af ís­lensk­um stjórn­mál­um í blaðið.

„Ekki fyrr en eft­ir langt, allt of langt hik lýsti for­sæt­is­ráðherra Íslands sig til­bú­inn til að stíga til hliðar. Það kem­ur of seint og er of lítið.“

Bigal­ke seg­ir að blaðamenn hafi beðið Sig­mund Davíð að bregðast við ásök­un­un­um fyr­ir birt­ingu og hann hafi því vitað á und­an öll­um öðrum Íslend­ing­um að blaðamenn vissu af af­l­ands­fyr­ir­tæki hans.

„Hon­um var ljóst hvaða af­hjúp­an­ir voru á leiðinni,“ skrif­ar Bigal­ke. „Hann hefði getað geng­ist við því fyrr að hann hefði komið fyr­ir pen­ing­um í skattap­ara­dís. Ef til vill hefðu Íslend­ing­ar fyr­ir­gefið hon­um hefði hann lagt staðreynd­irn­ar á borðið – staðreynd­ir sem hann vissi að myndu koma fram. Í stað þess að nota tím­ann til að tak­marka tjónið kynti hann und­ir reiðinni.“

 Bigal­ke met­ur það svo að það sé ekki til­vist af­l­ands­fyr­ir­tæk­is­ins, sem reiti marga Íslend­inga til reiði, held­ur að for­sæt­is­ráðherra þeirra hafi haldið henni leyndri.

„Þegar hneykslið var komið fram hélt hann áfram eins og fram að því: Hann vék sér und­an, sneri út úr, hótaði. Nú síðast hótaði hann meira að segja með nýj­um kosn­ing­um. Sig­mundi Davíð hefði bet­ur stigið til hliðar áður en reiðir Íslend­ing­ar hentu ban­ön­um í þing­húsið og sýndu þannig hvaða stöðu hið stolta Ísland hef­ur nú í heim­in­um,“ skrif­ar Bigal­ke.

Í blaðinu bar dálk­ur henn­ar fyr­ir­sögn­ina „Banana­lýðveldið Ísland“, en á net­inu „For­sæt­is­ráðherra Íslands glataði tæki­fær­inu til að segja af sér með reisn“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert