Cameron: Frá afneitun til játningar

Nöfn þessara sex þjóðarleiðtoga koma m.a. fram í Panamaskjölunum (efst …
Nöfn þessara sex þjóðarleiðtoga koma m.a. fram í Panamaskjölunum (efst frá vinstri):Mauricio Macri forseti Argentínu, Khalifa bin Zayed al-Nahayan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Salman bin Abdulaziz forseti Saudi-Arabíu. Neðri röð frá vinstri: Petro Poroshenko forseti Úkraínu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og David Cameron forsætisráðherra Bretlands. AFP

Frá því að fjallað var um Panamaskjölin í fyrsta sinn opinberlega á sunnudag gaf David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fimm yfirlýsingar um sín mál áður en hann játaði í gær að hafa hagnast á viðskiptum með aflandsfélag.

Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að faðir hans hefði átt aflandsfélag. Cameron og talsmenn hans voru ítrekað spurðir um málið. Breskir fjölmiðlar furða sig nú á því hversu langan tíma það tók hann að útskýra málið og segja loks frá því í gær að hann hefði sjálfur hagnast á aflandsfélagi, með sölu á hlutum sem hann og eiginkona hans áttu árið 2010, fjórum mánuðum áður en hann varð forsætisráðherra.

Í frétt Sky eru viðbrögð Camerons rakin:

Á mánudag: Þá var hann spurður hvort fjölskylda hans ætti enn fjármuni í aflandsfélagi. Talsmaður hans svaraði: „Þetta er einkamál.“

Fyrir hádegi á þriðjudag: Fréttamaður Sky spurði Cameron um fjármál hans og svarið var: „Ég á enga hluti, enga aflandssjóði, engin aflandsfélög, ekkert í þá veru. Og ég held að það sé mjög skýr lýsing.“

Eftir hádegi á þriðjudag: Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu sagði: „Svo það sé á hreinu, forsætisráðherrann, eiginkona hans og börn þeirra hagnast ekki á neinum aflandssjóðum.“

Á miðvikudag: Talsmaður forsætisráðherra gerir frekari grein fyrir málinu og sagði: „Það eru engir aflandsreikningar/sjóðir sem forsætisráðherrann, eiginkona hans og börn þeirra munu hagnast á í framtíðinni.“

Á fimmtudag: Forsætisráðherrann játar að hafa hagnast á hlutum sem hann átti í aflandsfélagi sem faðir hans stofnaði og tók ram að hann hefði gefið allt upp til skatts í Bretlandi með „hefðbundnum hætti“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka