Sakar Cameron um hræsni

BBC segir David Cameron ætla að birta skattaskýrslu sína.
BBC segir David Cameron ætla að birta skattaskýrslu sína. AFP

Verka­manna­flokk­ur­inn í Bretlandi sak­ar Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, um hræsni nú þegar hann hef­ur greint frá því að hann hafi átt eign­ir í af­l­ands­fé­lagi sem faðir hans stofnaði. Hann ætl­ar að gera skatta­skýrslu sína op­in­bera.

Leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, Tom Wat­son, seg­ir að for­sæt­is­ráðherr­ann hafi áður ef­ast um siðferði fólks sem fjár­festi á svipaðan hátt. Viðskipta­málaráðherra lands­ins, Nick Bo­les, seg­ir aft­ur á móti að lyk­il­atriðir sé að Ca­meron hafi greitt alla skatta.

Ca­meron hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að hafa hagn­ast á af­l­ands­fé­lagi, en hann hef­ur viður­kennt að hafa hagn­ast á fjár­fest­inga­sjóði föður síns sem staðsett­ur var í skatta­skjóli.

Fram kem­ur í Panama-skjöl­un­um að skatt­ar af eign­um í Bla­ir­more-sjóðnum voru ekki greidd­ir á Bret­lands­eyj­um. For­sæt­is­ráðherr­ann seldi hlut sinn í sjóðnum fyr­ir 30.000 pund árið 2010, aðeins fjór­um mánuðum áður en hann tók embætti.

Ca­meron sagði í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér að hann og eig­in­kona hans Sam­an­tha hefðu átt 5.000 hluti í Bla­ir­more-fjár­fest­inga­sjóðnum í þrjú ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert