Verkamannaflokkurinn í Bretlandi sakar David Cameron, forsætisráðherra landsins, um hræsni nú þegar hann hefur greint frá því að hann hafi átt eignir í aflandsfélagi sem faðir hans stofnaði. Hann ætlar að gera skattaskýrslu sína opinbera.
Leiðtogi Verkamannaflokksins, Tom Watson, segir að forsætisráðherrann hafi áður efast um siðferði fólks sem fjárfesti á svipaðan hátt. Viðskiptamálaráðherra landsins, Nick Boles, segir aftur á móti að lykilatriðir sé að Cameron hafi greitt alla skatta.
Cameron hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa hagnast á aflandsfélagi, en hann hefur viðurkennt að hafa hagnast á fjárfestingasjóði föður síns sem staðsettur var í skattaskjóli.
Fram kemur í Panama-skjölunum að skattar af eignum í Blairmore-sjóðnum voru ekki greiddir á Bretlandseyjum. Forsætisráðherrann seldi hlut sinn í sjóðnum fyrir 30.000 pund árið 2010, aðeins fjórum mánuðum áður en hann tók embætti.
Cameron sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann og eiginkona hans Samantha hefðu átt 5.000 hluti í Blairmore-fjárfestingasjóðnum í þrjú ár.