Cameron gengst við ábyrgð

Síðasta vika hefur reynst David Cameron erfið.
Síðasta vika hefur reynst David Cameron erfið. AFP

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, viður­kenn­ir að hann hafi ekki brugðist rétt við í deil­unni um skatta­mála sín, en fram kom í Panama skjöl­un­um svo nefndu að faðir Ca­merons hefði átt fjár­fest­inga­sjóð á Bahama sem for­sæt­isáðherr­ann hagnaðist á.

Seg­ir Ca­meron að hann hefði átt að halda bet­ur á mál­um og að hann „ætli sér að læra af at­b­urðum síðustu viku“ að því er greint er frá á vefsíðu Daily Tel­egraph.    

For­sæt­is­ráðherr­an baðst af­sök­un­ar á ráðstefnu í London og reyndi að horfa fram á við eft­ir slæma viku þar sem hann reyndi ít­rekað að út­skýra skatta­mál sín.

Ca­meron staðfesti líka að hann muni síðar birta skatta­skýrsl­ur sín­ar fyr­ir síðustu sex ár, allt aft­ur til árs­ins 2009/​10 þegar hann seldi hlut sinn í Blair­more-fjár­fest­inga­sjóðnum.

„Þetta hef­ur ekki verið frá­bær vika,“ sagði Ca­meron sagði fund­ar­gesti sem voru aðgerðarsinn­ar úr röðum íhalds­manna. „Ég veit að ég hefði geta tekið bet­ur á mál­um, ég hefði átt að taka bet­ur á mál­um. Ekki kenna ráðgjöf­um mín­um um. Kennið mér um. Ég mun læra af þessu.“  

„Ég var mjög reiður vegna þess sem sagt var um föður minn, en staðreynd­irn­ar eru þess­ar, ég átti hlut í fjár­fest­ing­ar­sjóðinum sem að ég seldi. Ég greiddi all skatta af þessu. Ég mun síðar birta skatta­skýrsl­ur mín­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert