David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, viðurkennir að hann hafi ekki brugðist rétt við í deilunni um skattamála sín, en fram kom í Panama skjölunum svo nefndu að faðir Camerons hefði átt fjárfestingasjóð á Bahama sem forsætisáðherrann hagnaðist á.
Segir Cameron að hann hefði átt að halda betur á málum og að hann „ætli sér að læra af atburðum síðustu viku“ að því er greint er frá á vefsíðu Daily Telegraph.
Forsætisráðherran baðst afsökunar á ráðstefnu í London og reyndi að horfa fram á við eftir slæma viku þar sem hann reyndi ítrekað að útskýra skattamál sín.
Cameron staðfesti líka að hann muni síðar birta skattaskýrslur sínar fyrir síðustu sex ár, allt aftur til ársins 2009/10 þegar hann seldi hlut sinn í Blairmore-fjárfestingasjóðnum.
„Þetta hefur ekki verið frábær vika,“ sagði Cameron sagði fundargesti sem voru aðgerðarsinnar úr röðum íhaldsmanna. „Ég veit að ég hefði geta tekið betur á málum, ég hefði átt að taka betur á málum. Ekki kenna ráðgjöfum mínum um. Kennið mér um. Ég mun læra af þessu.“
„Ég var mjög reiður vegna þess sem sagt var um föður minn, en staðreyndirnar eru þessar, ég átti hlut í fjárfestingarsjóðinum sem að ég seldi. Ég greiddi all skatta af þessu. Ég mun síðar birta skattaskýrslur mínar.“