Eftir sex mánaða tímabil þar sem árásir Palestínumanna á Ísraelsmenn voru nærri því daglegt brauð hefur þeim fækkað verulega, að sögn Benjamíns Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Rúmlega tvö hundruð manns hafa látið lífið í árásunum.
Tölur Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu Ísraels, sýna að árásunum hefur fækkað mikið. Ástæðan er rakin til umfangsmikilla forvarnaraðgerða gegn vopnuðum hópum, þar á meðal gegn Hamas. Aðgerðirnar hafi gert palestínskum almenningi ljóst að það sé „tilgangslaust“ að reyna að stigmagna átök.
Þá telja fulltrúa Shin Bet að það hafi hjálpað til við að friða ástandið að „hryðjuverkamaður úr röðum gyðinga“ sem myrti fólk í þorpi á Vesturbakkanum í fyrra hafi verið handsamaður.
Ástandið er þó ennþá sagt spennuþrungið. Samkvæmt tölfræði Shin Bet hafa hundruðir árása verið gerðar á Ísraelsmenn síðustu mánuði. Frá því í október hafa tvö hundruð Palestínumenn og 28 Ísraelsmenn látið lífið. Flestir Palestínumannanna voru að reyna árásir með hnífum, byssum eða bílum.