Fékk 200.000 pund að gjöf frá móður sinni

Hin fordæmalausa ákvörðun David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að birta skattaupplýsingar sínar fyrir árin 2009-2015 hefur leitt í ljós að móðir leiðtogans millifærði tvær greiðslur inn á reikninga hans að upphæð 100.000 pund hvor.

Talið er að ráðstöfunin hafi forðað Cameron frá því að greiða 80.000 pund í erfðaskatt.

Cameron viðurkenndi í vikunni að það hefðu verið mistök að upplýsa ekki um það hvernig hann hefði hagnast á viðskiptum með hlutabréf í aflandssjóði föður síns. Hann neyddist til að gangast við eignarhaldi sínu í kjölfar uppljóstrana úr Panama-skjölunum en á morgun mun hann tilkynna um stofnun rannsóknarteymis sem mun kanna lögmæti fjármálagjörninga fyrirtækja sem koma við sögu í gögnunum.

Cameron er einn þeirra sem hefur ekki átt sjö dagana …
Cameron er einn þeirra sem hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að Panama-skjölin voru opnuð. AFP

Forsætisráðherrann neyðist líklega sjálfur til að svara spurningum í kjölfar þess að hann birti skattaupplýsingar sínar, en svo virðist sem fjölskylda hans hafi gripið til ráðstafana til að lágmarka þá upphæð sem hún þyrfti ellegar að greiða í erfðaskatt.

Gögnin sýna m.a. að í kjölfar andláts föður Cameron árið 2010 hlaut ráðherrann 300.000 í arf, án þess að þurfa að greiða af honum skatt. Móðir hans millifærði hins vegar á hann 200.000 pund í kjölfarið, í tveimur millifærslum í maí og júlí 2011.

Samkvæmt breskum lögum þarf ekki að greiða erfðarskatt af gjöfum að andvirði allt að 325.000 pundum, ef greiðslan fer fram að minnsta kosti sjö árum áður en gefandinn deyr. Á þetta við hvort sem um er að ræða gjafir í formi eigna eða fjármuna.

Talsmaður Cameron sagði að foreldrar hans hefðu „nokkrum árum áður“ flutt heimili fjölskyldunnar yfir á nafn elsta sonarins, Alexander Cameron, og að greiðslurnar árið 2011 hefðu verið hlutur ráðherra.

Mótmælendur safnast saman fyrir utan vorfund Íhaldsflokksins.
Mótmælendur safnast saman fyrir utan vorfund Íhaldsflokksins. AFP

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert