Vilja banna kynlíf samkynhneigðra

Skoðanakönnunin sem var gerð fyrir Channel 4 sjónvarpsstöðina í tengslum …
Skoðanakönnunin sem var gerð fyrir Channel 4 sjónvarpsstöðina í tengslum við sjónvarpsþátt um múslima í Bretlandi, benti til þess að gjá væri milli skoðana þorra bresks almennings og skoðana breskra múslima. AFP

Helm­ing­ur breskra múslima tel­ur að setja eigi lög sem banna kyn­líf sam­kyn­hneigðra, sam­kvæmt ný­legri skoðana­könn­un sem greint er frá á vef Daily Tel­egraph í dag.

Skoðana­könn­un­in sem var gerð fyr­ir Chann­el 4 sjón­varps­stöðina í tengsl­um við sjón­varpsþátt um múslima í Bretlandi, benti til þess að gjá væri milli skoðana þorra bresks al­menn­ings og skoðana breskra múslima.   

Þannig töldu 52% aðspurðra múslima sam­kyn­hneigð ekki eiga að vera lög­lega í Bretlandi.

Þá voru 39% af þeim 1.000 bresku múslim­um sem tóku þátt í skoðana­könn­un­inni þeirr­ar skoðunar að eig­in­kona ætti ávallt að hlýða manni sín­um og 31% töldu í lagi fyr­ir karl að eiga fleiri en eina konu.

23% sögðust enn­frem­ur styðja að sharia lög væru tek­inn upp í Bretlandi. 79% for­dæmdu hins veg­ar að  sá sem drýgði hór væri grýtt­ur, líkt og dæmi er um í sharia lög­um, á meðan að 5% voru hlynnt­ir refs­ing­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert