Vilja banna kynlíf samkynhneigðra

Skoðanakönnunin sem var gerð fyrir Channel 4 sjónvarpsstöðina í tengslum …
Skoðanakönnunin sem var gerð fyrir Channel 4 sjónvarpsstöðina í tengslum við sjónvarpsþátt um múslima í Bretlandi, benti til þess að gjá væri milli skoðana þorra bresks almennings og skoðana breskra múslima. AFP

Helmingur breskra múslima telur að setja eigi lög sem banna kynlíf samkynhneigðra, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun sem greint er frá á vef Daily Telegraph í dag.

Skoðanakönnunin sem var gerð fyrir Channel 4 sjónvarpsstöðina í tengslum við sjónvarpsþátt um múslima í Bretlandi, benti til þess að gjá væri milli skoðana þorra bresks almennings og skoðana breskra múslima.   

Þannig töldu 52% aðspurðra múslima samkynhneigð ekki eiga að vera löglega í Bretlandi.

Þá voru 39% af þeim 1.000 bresku múslimum sem tóku þátt í skoðanakönnuninni þeirrar skoðunar að eiginkona ætti ávallt að hlýða manni sínum og 31% töldu í lagi fyrir karl að eiga fleiri en eina konu.

23% sögðust ennfremur styðja að sharia lög væru tekinn upp í Bretlandi. 79% fordæmdu hins vegar að  sá sem drýgði hór væri grýttur, líkt og dæmi er um í sharia lögum, á meðan að 5% voru hlynntir refsingum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert