Verið er að skoða töskur mannsins

Mikill viðbúnaður var vegna öryggisógnar á alþjóðaflugvellinum Schiphol í Amsterdam …
Mikill viðbúnaður var vegna öryggisógnar á alþjóðaflugvellinum Schiphol í Amsterdam í kvöld. AFP

Alþjóðaflugvöllurinn Schiphol í Amsterdam var rýmdur að hluta seint í kvöld. Einn var handtekinn í aðgerðum lögreglu til að tryggja öryggi á flugvellinum.

„Lögregla hefur rýmt hluta torgs flugvallarins og nærliggjandi Sheraton Hótelsins og handtekið einn vegna grunsamlegs ástands,“ sagði Danielle Timmer, talsmaður lögreglu, í samtali við AFP. Hún sagðist ekki hafa frekari upplýsingar um stöðuna.

Við flugvöllinn mátti sjá þungvopnaða herlögreglumenn en öryggisstig flugvallarins var aukið eftir 22. mars þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í Brussel, höfuðborg Belgíu, með þeim afleiðingum að 32 létu lífið.

Talsmaður herlögreglunnar, Alfred Ellwanger, sagði við AFP að klukkan 21:45 að staðartíma hafi maður verið handtekinn á torginu fyrir framan flugvöllinn. „Sprengjuteymi er á svæðinu og þeir eru að skoða töskur mannsins,“ sagði hann.

Engar raskanir urðu á flugumferð eða lestum til og frá flugvellinum vegna ástandsins. Ekki liggur fyrir hversu margir þurftu að rýma flugstöðina samkvæmt frétt AFP, en að sögn Ellwanger voru aðeins nokkrar brottfarir eftir þegar aðgerðirnar hófust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert