Íbúar í Suður-Súdan eru að svelta í hel. Mörg þúsund hafa þegar orðið hungursneyð að bráð. Börn lifa á berjum og laufum einum saman. Blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í landinu í rúmlega tvö ár. Ástandið í þessu yngsta ríki heims, sem stofnað var m.a. með stuðningi Bandaríkjamanna árið 2011, er vægast sagt skelfilegt. Augu heimsins beinast hins vegar sjaldan að þessu Afríkuríki.
Tvær milljónir hafa flúði heimili sín. Tugþúsundir hafa fallið í stríðinu eða vegna hungursneyðar og sjúkdóma sem hafa fylgt blóðbaðinu og ótryggu ástandi. Margsinnis hefur verið samið um vopnahlé en friðurinn hefur alltaf orðið úti fljótlega.
Frétt mbl.is: Flýja grimmd og leita vonar
Á mánudag er von á leiðtoga andspyrnuhersins, John Mabieh Garr, til friðarviðræðna, enn og aftur, í höfuðborginni Juba. Þar ætlar hann að ræða drög að friðarsamkomulagi við forseta landsins.