Fékk nóg af dýragarðinum og braust út

Cha Cha öskrar mann sem ætlaði að fanga hann.
Cha Cha öskrar mann sem ætlaði að fanga hann.

Stund­um er bara nóg komið. Og simp­ans­inn Cha Cha var í þeim spor­um í síðustu viku og ákvað því að brjót­ast út úr dýrag­arðinum í Jap­an. Cha Cha hef­ur dvalið allt sitt líf í dýra­görðum en hann er nú orðinn 24 og fannst tíma­bært að sjá hvað væri hand­an veggj­ar­ins. 

Enn er ekki ljóst hvernig hann braust út en eft­ir að hann var komið fyr­ir utan garðinn hófst æsi­leg eft­ir­för. Cha Cha ætlaði svo sann­ar­lega ekki að láta ná sér. Hann klifraði um raf­magnsvíra langt yfir ofan jörðu og lét ekki segj­ast þó að maður í körfu krana­bíls nálgaðist hann. Cha Cha reidd­ist reynd­ar og bað þá sem ætluðu að fanga hann „vin­sam­lega“ að færa sig. Hann gerði það reynd­ar með því að öskra á þá. 

Cha Cha var á flótta á raf­magns­lín­un­um í meira en klukku­tíma. Þá tókst að skjóta ör í aft­ur­end­ann á hon­um sem deyfði hann. Cha Cha ætlaði ekki að sætta sig við þetta og dró ör­ina úr hand­leggn­um. En að lok­um fór lyfið að hafa áhrif á hann. Hann fór hæg­ar um vír­ana og féll loks í net.

Hér að neðan er mynd­band sem sýn­ir flótt­ann mikla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert