Þota flaug á dróna við Heathrow

Drónar eru mjög vinsælir og oftsinnis hefur verið varað við …
Drónar eru mjög vinsælir og oftsinnis hefur verið varað við flugi þeirra í nágrenni flugvalla. AFP

Flugvél sem var á leið til lendingar á Heathrow flugvelli í dag flaug á dróna. Vélinni var lent heilu og höldnu. Þetta er talið í fyrsta sinn sem svona atvik á sér stað í Bretlandi. Ítrekað hefur verið varað við flugi dróna í nágrenni flugvalla víða um heim. 

Vél British Airways ver að koma frá Genf. Áreksturinn varð er hún nálgaðist Heathrow rétt um hádegi í dag. Um borð voru 132 farþegar og fimm manna áhöfn.

Eftir að vélin hafði lent tilkynnti flugstjórinn um að hún hefði flogið á hlut, sem hann telur hafa verið dróna. Dróninn lenti á nefi vélarinnar sem er af gerðinni Airbus A320.

Í frétt BBC segir að rannsókn sé hafin á atvikinu. Enginn hefur verið handtekinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert