Fjölga hermönnum í Írak

Apache-herþyrla gerir árás. Myndin er tekin í Saudí Arabíu.
Apache-herþyrla gerir árás. Myndin er tekin í Saudí Arabíu. AFP

Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda 200 hermenn til viðbótar til Íraks til að berjast gegn uppgangi vígamanna Ríkis íslams í landinu. Þar með verða 4.100 bandarískir hermenn við störf í Írak.

Apache-herþyrlu verða einnig fluttar á svæðið en það er í fyrsta sinn sem þessum vopnum, sem þyrlurnar eru, verður beitt gegn Ríki íslams í Írak.

Bandaríski utanríkisráðherrann Ash Carter tilkynnti þetta í heimsókn sinni til Bagdad í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka