Vilhjálmur Bretaprins segist hafa fundið fyrir „ótrúlegum“ stuðningi frá ömmu sinni, Elísabetu drottningu, er móðir hans féll frá árið 1997. Elísabet fagnar 90 ára afmæli á morgun.
Vilhjálmur segir í viðtali við Sky-fréttastofuna að amma hans hafi verið góð fyrirmynd, sérstaklega á unglingsárunum.
„Þar sem ég missti móður mína er ég var mjög ungur þá var það sérstaklega mikilvægt fyrir mig að hafa einhverja eins og drottninguna til að líta upp til, sem var alltaf til staðar og skyldi þessar flóknu tilfinningar sem maður upplifir þegar maður missir ástvin,“ segir Vilhjálmur m.a. í viðtalinu.
Vilhjálmur var fimmtán ára er móðir hans, Díana prinsessa, lést í bílslysi í Frakklandi. Á þeim tíma var drottningin harðlega gagnrýnd fyrir að dvelja áfram í Balmoral ásamt Vilhjálmi og Harry, í stað þess að snúa aftur til Buckingham-hallar.