Kölluðu Cameron rasista

Sadiq Khan, borgarstjóraefni Verkamannaflokksins í London.
Sadiq Khan, borgarstjóraefni Verkamannaflokksins í London. BEN STANSALL

Harðar deilur brutust út í breska þinginu í morgun eftir að David Cameron, forsætisráðherra, sakaði Sadiq Khan, borgarstjóraefni Verkamannaflokksins í London, um að tengjast meintum stuðningsmanni Ríkis íslams. Khan leiðir í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar sem fara fram í byrjun maí.

Khan er sonur strætóbílstjóra sem flutti til Bretlands frá Pakistan. Hann er fyrrverandi ráðherra og mannréttindalögfræðingur og er með forskot í skoðanakönnunum fyrir borgarstjórakosningarnar sem fara fram 5. maí. Í fyrirspurnatíma til forsætisráðherra í þinginu í morgun sakaði Cameron hann um að hafa níu sinnum komið fram með ímaminum Sulaiman Ghani.

„Ef við ætlum að fordæma ekki aðeins ofbeldisfulla öfgahyggju heldur einnig öfgahyggju sem leitast eftir því að réttlæta ofbeldi á nokkurn hátt þá er mjög mikilvægt að við styðjum þetta fólk ekki og við deilum ekki vettvangi með því,“ sagði Cameron sem fullyrti að Ghani styddi Ríki íslams. Sagðist hann hafa áhyggjur af Khan.

Þingmenn Verkamannaflokksins kölluðu fram í ræðu Cameron og sökuðu sumir þeirra hann um að vera rasista. Leiðtogi þeirra, Jeremy Corbyn, sagði ummæli forsætisráðherrans skammarleg.

Sjálfur segir Khan að í starfi sínu sem mannréttindalögfræðingur hafi hann átt í samskiptum við einhverja öfgamenn.

„Ég harma að hafa gefið þá hugmynd að ég gengist við skoðunum þeirra. Ég hef verið mjög skýr um að mér finnist skoðanir þeirra andstyggilegar,“ sagði Khan við breska ríkisútvarpið BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert