Vill Breta áfram í Evrópusambandinu

Barack Obama Bandaríkjaforseti veifar við komuna til Bretlands.
Barack Obama Bandaríkjaforseti veifar við komuna til Bretlands. AFP

Evr­ópu­sam­bandið eyk­ur vægi Bret­lands á alþjóðavísu og aðild lands­ins að sam­band­inu skipt­ir banda­ríska hags­muni miklu máli. Þetta seg­ir Barack Obama Banda­ríkja­for­seti í grein sem birt­ist í breska dag­blaðinu Daily Tel­egraph í dag en for­set­inn kom til Bret­lands í dag í op­in­bera heim­sókn.

Fyr­ir­fram var vitað að Obama ætlaði að blanda sér í umræðuna í Bretlandi um áfram­hald­andi veru lands­ins í Evr­ópu­sam­band­inu en Bret­ar kjósa um málið í þjóðar­at­kvæði 23. júní. Obama hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur af stuðnings­mönn­um þess að yf­ir­gefa sam­bandið fyr­ir af­skipti af inn­an­lands­mál­um Breta. Þá hef­ur verið bent á að Banda­ríkja­menn myndu aldrei sætta sig sjálf­ir við að sæta hliðstæðri full­veld­is­skerðingu og Bret­land sæti inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

Obama mun funda með Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, í dag og snæða há­deg­is­verð með Elísa­betu Breta­drottn­inu. For­set­inn sagði enn­frem­ur í grein­inni að vera Breta í Evr­ópu­sam­band­inu væri for­senda ná­ins sam­bands Banda­ríkj­anna við sam­bandið. Brott­hvarf Bret­lands úr sam­band­inu myndi hafa áhrif á hags­muni Banda­ríkja­manna.

„Evr­ópu­sam­bandið dreg­ur ekki úr bresk­um áhrif­um held­ur eyk­ur þau. Sterkt Evr­ópu­sam­band er ekki ógn við alþjóðlega stöðu Bret­lands held­ur eyk­ur það for­ystu Breta á alþjóðavísu,“ seg­ir Obama enn­frem­ur í grein­inni. Öflug rödd Bret­lands tryggi að sterka stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins í heim­in­um og haldi sam­band­inu opnu, víðsýnu og í nán­um tengsl­um við Banda­rík­in og aðra banda­menn hinu meg­in við At­lands­hafið.

Obama hef­ur ít­rekað lýst því yfir að hann vilji að Bret­land verði áfram í Evr­ópu­sam­band­inu sam­kvæmt frétt AFP.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka