Bretland færi aftast í röðina

Obama og Cameron ræða við blaðamenn í gær.
Obama og Cameron ræða við blaðamenn í gær. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, varaði Breta við því í gær að ganga úr Evrópusambandinu og sagði að þeir myndu þá fara „aftast í röð“ þeirra þjóða sem leita eftir viðskipta og fríverslunarsamningum við Bandaríkin.

Ummæli forsetans féllu á sameiginlegum blaðamannafundi hans og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands í gær og reittu þau marga þá sem berjast fyrir því að Bretland yfirgefi sambandið til reiði.

Þá sagði Obama jafnframt að Bretland væri sterkast þegar það „hjálpaði við að leiða sterka Evrópu.“

Það er nokkuð sjaldgæft að Obama blandi sér í stjórnmál annarra ríkja. Talaði hann um „sérstakt samband“ milli Bretlands og Bandaríkjanna.

Aðspurður hvað myndi gerast ef Bretar myndu ákveða að yfirgefa Evrópusambandið sagði hann að þeir gætu sóst eftir viðskiptasamningi við Bandaríkin og gæti hann á einhverjum tímapunkti“ verið samþykktur. „Það myndi þó ekki gerast fljótlega,“ sagði Obama. „Bretland færi aftast í röðina.“

Fyrir blaðamannafundinn borðuðu Obama og Michelle Obama hádegismat í Windsor kastala með Elísabetu Englandsdrottningu og Filippusi drottningarmanni. Síðar snæddu þau kvöldverð með hertogahjónunum Vilhjálmi og Katrínu, ásamt Harry prins.

Tæplega þriggja ára sonur hertogahjónanna, Georg prins, fékk að vaka frameftir til þess að hitta bandarísku forsetahjónin eins og sagt var frá á mbl.is í gær. Georg var búinn að hátta þegar hann hitti hjónin og var í  hvítum slopp. Þá mátti sjá hann á myndum leika sér á rugguhesti sem Obama hjónin gáfu honum þegar hann fæddist.

Í samtali við AFP sagði stjórnmálafræðingurinn Richard Whitman, að með ummælum sínum gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu væri Obama að „tala frá hjartanu“.

„Það verður erfitt að segja hvort að ummæli hans hafi einhver áhrif en ég held að þau búi til sögu sem hentar þeim sem vilja vera áfram.“

Í skoðanakönnun Sky News sögðu 57% aðspurða að ummæli Obama hefðu „engin áhrif“ á atkvæði þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní.

Georg prins ræðir við Obama hjónin.
Georg prins ræðir við Obama hjónin. AFP
Stjórnmálafræðingur segir að Obama hafi talað frá hjartanu í Lundúnum …
Stjórnmálafræðingur segir að Obama hafi talað frá hjartanu í Lundúnum í gær. AFP
Forsetahjónin snæddu kvöldverð ásamt Harry prins og hertogahjónunum Vilhjálmi og …
Forsetahjónin snæddu kvöldverð ásamt Harry prins og hertogahjónunum Vilhjálmi og Katrínu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert