„Lögreglan við hurðina. Ekki að grínast.“

Ebru Umar, hollenskur blaðamaður af tyrkneskum ættum.
Ebru Umar, hollenskur blaðamaður af tyrkneskum ættum. Ljósmynd/Twitter

Hollenskur blaðamaður af tyrkneskum uppruna var handtekinn í morgun þar sem hún var í fríi í Tyrklandi fyrir að tísta gagnrýnum ummælum um Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins. Ummælin birtust í hollenska blaðinu Metro en hún tísti bútum úr greininni.

Uppfært 14:40: Umar hefur verið látin laus úr haldi eftir að hafa komið fyrir dómara en sætir farbanni.

„Lögreglan við hurðina. Ekki að grínast.“ tísti Ebru Umar fyrir 14 tímum síðan en síðast sendi hún út tíst fyrir 11 tímum þegar hún sagðist vera á leið í læknisskoðun áður en hún ræddi við saksóknara.

Hollenska utanríkisráðuneytið er komið í málið og sendiráð þeirra sagt veita því „fulla athygli.“

Umar skrifaði fyrir Metro um diplómatíska deilu Tyrkja og Hollendinga nýverið, en þar í landi vakti mikla athygli nýverið þegar tyrkneska ræðismannsskrifstofan auglýsti opinberlega eftir upplýsingum frá Tyrkjum í Hollandi um neikvæð eða niðrandi ummæli á netinu um Erdogan, Tyrki eða Tyrkland. Forsætisráðherra Holland hefur sagst munu biðja yfirvöld í Ankara um frekari skýringar á málinu.

Þar áður komst í hámæli ákvörðun þýskra yfirvalda um að leyfa málsókn gegn þarlendum grínista fyrir að fara með níðvísu um Erdogan.

Málshöfðanir vegna móðgana gegn forseta Tyrklands hafa einnig margfaldast þar í landi frá því að Erdogan tók við embætti í ágúst 2014 en nú eru um 2.000 slík mál til skoðunar.

Fyrri frétt mbl.is: Merkel viðurkennir mistök

Uppfært kl. 11:00: Forsætisráðherra Hollands hefur tjáð sig á twitter um málið en hann segist hafa verið í sambandi við Ebru Umar og sendiráð landsins í Tyrklandi sé henni innan handar.

Myllumerkið #freeebru hefur einnig komist á flug en twitter notendur hafa flykkst að baki blaðamanninum. Menntamálaráðherra Hollands hefur bæst í hóp þeirra og sagði það „fáránlegt að þú gætir verið handtekinn fyrir tíst.“

Frá mótmælum í Tyrklandi í gær fyrir utan dómsal þar …
Frá mótmælum í Tyrklandi í gær fyrir utan dómsal þar sem réttað var yfir fjórum fræðimönnum fyrir "hryðjuverkaáróður." Málið hefur vakið athygli á síminnkandi málfrelsi í landinu. OZAN KOSE
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert