Maður sem ætlaði sér að „hlaupa“ frá Flórída til Bermúda-eyja í risastórri uppblásinni kúlu, var dreginn aftur í land af strandgæslunni. Þetta er í annað sinn sem maðurinn reynir að hlaupa þessa leið og í bæði skiptin hefur strandgæslan komið í veg fyrir það.
Reza Baluchi er sagður hafa brotið öryggisreglur og því var hann færður aftur að landi í Flórída. Hann hafði ætlað sér að vera á sjó í fimm mánuði og safna pening fyrir börnum í neyð.
#BreakingNews: Adventure runner's voyage ends after he violated a USCG order not to embark on his seagoing journey. pic.twitter.com/FxNUEawySO
— USCGSoutheast (@USCGSoutheast) April 24, 2016