Ætlaði að „hlaupa“ til Bermúda

Strandgæslan dró manninn í kúlunni að landi.
Strandgæslan dró manninn í kúlunni að landi. Skjáskot/Twitter

Maður sem ætlaði sér að „hlaupa“ frá Flórída til Bermúda-eyja í risastórri uppblásinni kúlu, var dreginn aftur í land af strandgæslunni. Þetta er í annað sinn sem maðurinn reynir að hlaupa þessa leið og í bæði skiptin hefur strandgæslan komið í veg fyrir það.

Reza Baluchi er sagður hafa brotið öryggisreglur og því var hann færður aftur að landi í Flórída. Hann hafði ætlað sér að vera á sjó í fimm mánuði og safna pening fyrir börnum í neyð. 

Strandgæslan hafði fengið veður af fyrirætlunum hans og beðið hann um að halda sig á þurru „af því að farartækið þitt og þær aðstæður sem þú ert að fara út í til að komast til Bermúda eru ekki öruggar,“ sagði í bréfi gæslunnar til mannsins. 

Baluchi hafði tryggt sér fylgdarbát en það þótti strandgæslunni ekki nægja til að veita honum fararheimild.
Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert