Öryggislögreglan í Svíþjóð skoðar nú upplýsingar sem bárust til stofnunarinnar um að 7-8 liðsmenn Ríkis íslams hafi komið til landsins. Komu upplýsingarnar frá öryggislögreglu Írak. Þetta kemur fram í fréttum sænsku miðlanna Aftonbladed og Expressen. Haft er eftir upplýsingafulltrúa hjá öryggislögreglunni að unnið sé að því af krafti að greina gögn sem hafi borist.
Greint er frá því að lögreglan í Stokkhólmi sé í viðbragðsstöðu vegna málsins og starfshópur öryggislögreglunnar og svæðisbundinnar lögreglu hafi verið settur af stað.
Samkvæmt upplýsingum Expressen er málið litið mjög alvarlegum augum af yfirvöldum. Innanríkisráðherra landsins vildi ekki tjá sig við fjölmiðla þegar leitað var eftir því.