Lögreglustjóri rekinn vegna Hillsborough

AFP

Lögreglustjórinn í Suður-Jórvíkurskíri í Bretlandi var leystur frá störfum í dag „í kjölfar aðdragana og útgáfu Hillsborough úrskurðarins“ hvers niðurstaða var að lögregla bæri hluta ábyrgðarinnar á slysinu á Hillsborough leikvanginum í Sheffield árið 1989 þar sem 96 áhangendur Liverpool létu lífið.

Lögreglumálastjóri Suður-Jórvíkurskíris, Alan Billings, sá kjörni fulltrúi sem fer með málefni lögreglunnar á svæðinu sagðist ekki hafa átt neinna annarra kosta völ en að leysa David Crompton frá störfum „á grunni veðrunar almannatrausts.“

Frétt mbl.is: Réttlæti eftir 27 ára bið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert