Stunduðu kynlíf á brautarpallinum

Fólk lærir aðeins undirstöðuatriðin um kynlíf í kynfræðslu.
Fólk lærir aðeins undirstöðuatriðin um kynlíf í kynfræðslu. AFP

Myndband, sem sýnir par stunda kynlíf á brautarpalli í neðanjarðarlestakerfi Barcelona-borgar á Spáni, hefur farið eins og eldur um sinu á netinu. Myndbandið var tekið upp á síma vegfaranda en fólkið lét það ekki trufla sig þó margir ættu leið framhjá þeim.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.es að leit standi yfir að fólkinu en finnist það verði það kært fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri, en atvikið átti sér stað á laugardagskvöldið. Konan sem myndaði parið sagðist hafa gert það til þess að geta tilkynnt framferðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka