Vinnuvikan aðeins tveir dagar

Starfsmaður í kjötverslun í Venezúela. Ríkisstjórn landsins ætlar að fækka …
Starfsmaður í kjötverslun í Venezúela. Ríkisstjórn landsins ætlar að fækka vinnudögum opinberra starfsmanna niður í 2 á viku. FEDERICO PARRA

Rík­is­stjórn Venesúela til­kynnti í gær að op­in­ber­ir starfs­menn myndu taka frí þrjá auka daga á viku. Það þýðir í raun að op­in­ber­ir starfs­menn í land­inu muni aðeins vinna í tvo daga. Er þetta gert til að reyna að stemma stig­um við raf­magns­skorti í land­inu.

„Það verður eng­in vinna í op­in­bera geir­an­um á miðviku­dög­um, fimmtu­dög­um og föstu­dög­um, nema í grund­vall­ar­störf­um og nauðsyn­leg­um verk­efn­um,“ sagði aðstoðarfor­seti lands­ins, Aristobu­lo Ist­uriz, í sjón­varps­ávarpi í gær.

Þetta er nýj­asta út­spil rík­is­ins til að reyna að ná bönd­um á efna­hagskrís­una sem geis­ar í land­inu. Það er meðal ann­ars orðið dag­legt brauð að íbú­ar lands­ins þurfi að bíða í röðum klukku­stund­um sam­an til að kaupa nauðsynja­vör­ur í búðum.

Einnig verður dregið úr skóla­starfi sam­hliða þess­um breyt­ing­um og mun skólastarf í grunn- og mennta­skól­um liggja niðri á föstu­dög­um.

Rafmagnslaust verður í nokkrum af stærstu sýslum landsins fjórar klukkustundir …
Raf­magns­laust verður í nokkr­um af stærstu sýsl­um lands­ins fjór­ar klukku­stund­ir á dag næstu vik­urn­ar. JUAN BAR­RETO

Yf­ir­völd í land­inu höfðu þegar stytt vinnu­dag­inn úr átta klukku­stund­um niður í sex klukku­stund­ir og bætt föstu­degi við sem frí­degi fram í júní. Hafa yf­ir­völd kennt veður­fyr­ir­bær­inu El Nino um þann orku­skort sem nú er í land­inu en vatns­staða lóna fyr­ir vatns­afls­virkj­an­ir hef­ur verið mjög lág. Von­ast yf­ir­völd eft­ir rign­ingu á kom­andi vik­um svo hægt sé að fylla lón­in.

Til viðbót­ar við vinnu­bannið ákváðu yf­ir­völd að raf­magn yrði tekið af átta sýsl­um í land­inu í fjór­ar klukku­stund­ir á dag í næstu vik­urn­ar. Þá ætluðu yf­ir­völd að flýta klukk­unni í land­inu um 30 mín­út­ur og með því fá hálf­tíma meira dags­ljós í hinn hefðbundna vinnu­dag fólks. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert