Mótmæla „Öðrum kosti fyrir Þýskaland“

Mótmælendur reyndu að hindra flokksmenn AfD í að komast inn …
Mótmælendur reyndu að hindra flokksmenn AfD í að komast inn á ráðstefnu flokksins sem fram fer í Stuttgart í dag. AFP

Hundruð mótmæla nú fyrir utan ráðstefnu sem haldin er af þýska stjórnmálaflokknum Annar kostur fyrir Þýskaland (The Alternative fur Deutschland) í borginni Stuttgart. Mótmælendurnir koma af vinstri væng stjórnmálanna. BBC greinir frá þessu.

Ann­ar kost­ur fyr­ir Þýska­land (AfD) er hægri sinnaður þjóðern­is­flokk­ur sem meðal ann­ars berst gegn inn­flytj­end­um og Evr­ópu­sam­band­inu. Á ráðstefnunni ætlar flokkurinn að endurskilgreina sig sem opinberan flokk sem berst gegn islamvæðingu. Meðal þess sem flokkurinn hyggst ræða er bann við búrkum og bænaturnum. Auk þess verður stefnuyfirlýsing flokksins fyrir næstu kosningar mótuð og samþykkt á ráðstefnunni.

Um 1000 lögreglumenn hafa umkringt svæðið og hafa þeir beitt piparúða á hluta mótmælendanna. Lögreglan hefur ekki gefið upp hversu margir hafa verið handteknir.

Ráðstefnan er nú hafin, þrátt fyrir mótmælin sem fara fram þar fyrir utan. Tæplega 2.000 flokksmeðlimir AfD hafa boðað komu sína á ráðstefnuna. Flokkurinn hefur vaxið mikið á undanförnum misserum og hlaut tila að mynda 24% fylgi í sam­bands­land­inu Sach­sen-An­halt í aust­ur­hluta land­ins og munaði aðeins fimm pró­sentu­stig­um á hon­um og kristi­leg­um demó­kröt­um, í kosningum sem fram fóru í þrem­ur sam­bands­lönd­um í Þýskaland í síðasta mánuði.

Helsta baráttumál flokksins er að berjast gegn ríkjandi stefnu í innflytjendamálum og fer flokkurinn ekki leynt með andúð sína á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hún er sögð einræðisherra sem verði að víkja.

Um 1000 lögreglumenn eru á svæðinu en ekki hefur verið …
Um 1000 lögreglumenn eru á svæðinu en ekki hefur verið gefið upp hversu margir hafa verið handteknir. AFP
Frauke Petry er formaður stjórnmálaflokksins AfD, sem er hægri sinnaður …
Frauke Petry er formaður stjórnmálaflokksins AfD, sem er hægri sinnaður þjóðernisflokkur. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert