Rússnesk stjórnvöld ætla að koma upp þremur herdeildum til viðbótar í vestur- og suðurhluta landsins fyrir áramót gegn til að bregðast við hersveitum NATO nærri landamærum Rússlands. NATO hefur aukið viðbúnað sinn í austanverðri Evrópu eftir innlimun Krímskaga.
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti þetta í dag. Tvær herdeildir verða á vesturhernaðarsvæði Rússlands og ein á suðursvæði þess. Sagði ráðherrann þetta lið í viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við hernaðaruppbyggingu NATO nærri landamærum Rússlands.