Vígbúast frekar gegn NATO

Vladimír Pútín (t.v.) og Seregi Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.
Vladimír Pútín (t.v.) og Seregi Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. AFP

Rússnesk stjórnvöld ætla að koma upp þremur herdeildum til viðbótar í vestur- og suðurhluta landsins fyrir áramót gegn til að bregðast við hersveitum NATO nærri landamærum Rússlands. NATO hefur aukið viðbúnað sinn í austanverðri Evrópu eftir innlimun Krímskaga.

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti þetta í dag. Tvær herdeildir verða á vesturhernaðarsvæði Rússlands og ein á suðursvæði þess. Sagði ráðherrann þetta lið í viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við hernaðaruppbyggingu NATO nærri landamærum Rússlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert