Útspil Ryan kom Trump á óvart

Óhætt er að segja að deildar meiningar séu innan Repúblikanaflokksins …
Óhætt er að segja að deildar meiningar séu innan Repúblikanaflokksins um ágæti Donalds Trump sem forsetaframbjóðanda. AFP

Don­ald Trump seg­ir þau um­mæli Pauls Ryan, for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, um að hann sé ekki til­bú­inn að styðja vænt­an­lega for­setafram­bjóðanda flokks­ins hafa komið sér á óvart. Þeir muni funda í næstu viku en Trump seg­ist ekki vita um hvað.

Mörg­um for­svars­mönn­um Re­públi­kana­flokks­ins hugn­ast illa að hafa Trump sem for­setafram­bjóðanda sinn. Sum­ir hafa jafn­vel lýst því yfir að þeir ætli frek­ar að kjósa Hillary Cl­int­on. Aðrir, eins og Ryan sem er einn valda­mesti full­trúi re­públi­kana, segj­ast ekki til­bún­ir að styðja hann að svo komnu máli.

„Það kom mér virki­lega á óvart. Og það er allt í sóm­an­um. Hann get­ur gert hvað sem hann vill en það kom mér á óvart,“ sagði Trump í viðtali við Fox-sjón­varps­stöðina í morg­un.

Ryan og Trump eiga fund í næstu viku en þegar Trump var spurður hvað þeir myndu ræða sagðist hann ekki hafa hug­mynd um það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert