Flugvél hrapaði á húsþak

Nef vélarinnar stakkst niður í húsþakið.
Nef vélarinnar stakkst niður í húsþakið.

Lítil flugvél hrapaði og hafnaði ofan á húsþaki í suðurhluta Kaliforníu í gærkvöldi. Einn var fluttur á sjúkrahús.

Vélin var af tegundinni Piper PA-28. Ekki er enn vitað um orsök hrapsins. Vélin hafnaði ofan á þaki húss í Pomona, austur af Los Angeles.

Í frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að tveir voru um borð og var annar þeirra fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru þó talin minniháttar.

Á myndskeiði sem náðist af atvikinu sést að hola myndaðist í þaki hússins er nef vélarinnar stakkst þar niður. Enginn eldur eða reykur myndaðist.

Flugstjórinn segir að vélin hafi skyndilega misst afl. 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert