Geimfari myndar skógareldana

Geimfarinn Tim Peake tók þessa mynd sem sýnir reykinn frá …
Geimfarinn Tim Peake tók þessa mynd sem sýnir reykinn frá skógareldunum. Ljósmynd/Tim Peake

Breskur geimfari, sem er um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni, tók myndir af skógareldunum í Kanada og birti á Twitter. Á myndunum sést hvernig reykur frá eldunum breiðist yfir stór svæði í Norður-Ameríku og út á Atlantshafið.

Um 90 þúsund manns í Alberta-fylki hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Aðeins hefur dregið úr útbreiðslu eldanna í dag. Von er á skúrum sem gætu heft útbreiðslu þeirra enn frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert