Kraftaverk í Fort McMurray

Frá Fort McMurray í Alberta fylki í Kanada eftir gríðarlega …
Frá Fort McMurray í Alberta fylki í Kanada eftir gríðarlega skógarelda. AFP

Þrátt fyrir gífurlegar hamfarir og að 10% húsa í bænum Fort McMurray í Alberta fylki í Kanada hafi brunnið í miklum skógareldum sem hafa geysað um svæðið, þá segir bæjarstjórinn Rachel Notley að kraftaverk hafi unnist.

„Það er kraftaverk að við náðum öllum íbúum út örugglega,“ sagði hann eftir að hafa farið um það svæði bæjarins sem varð eldinum að bráð. Sagði Notley að 90% af húsum bæjarins væru enn heil þrátt fyrir eldana.

Slökkvilið á svæðinu hefur varað við því að tugir þúsunda sem þurftu að yfirgefa heimili sín í borginni muni ekki getað haldið til baka á næstu tveimur vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert