Verður hægri hönd Donald Trump

Donald Trump ásamt Chris Christie á kosningafundi í apríl.
Donald Trump ásamt Chris Christie á kosningafundi í apríl. AFP

Forsetaframbjóðandinn og auðjöfurinn Donald Trump hefur valið Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey, til þess að vera hægri hönd sína í embættisskiptum í Hvíta húsinu verði hann kosinn næsti forseti Bandaríkjanna. 

Christie, sem er 53 ára gamall, hefur stutt Trump frá því í febrúar. Í yfirlýsingu frá Trump segir hann hann vera „einstaklega gáfaða og trausta manneskju sem hefur allt sem til þarf til að setja saman einstakt teymi fyrir embættisskiptin þegar við vinnum í nóvember.“

Líklegt er að Trump muni berjast um embættið við Hillary Clinton sem er nálægt því að hljóta útnefningu Demókrataflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka