Verður hægri hönd Donald Trump

Donald Trump ásamt Chris Christie á kosningafundi í apríl.
Donald Trump ásamt Chris Christie á kosningafundi í apríl. AFP

For­setafram­bjóðand­inn og auðjöf­ur­inn Don­ald Trump hef­ur valið Chris Christie, rík­is­stjóra New Jers­ey, til þess að vera hægri hönd sína í embætt­is­skipt­um í Hvíta hús­inu verði hann kos­inn næsti for­seti Banda­ríkj­anna. 

Christie, sem er 53 ára gam­all, hef­ur stutt Trump frá því í fe­brú­ar. Í yf­ir­lýs­ingu frá Trump seg­ir hann hann vera „ein­stak­lega gáfaða og trausta mann­eskju sem hef­ur allt sem til þarf til að setja sam­an ein­stakt teymi fyr­ir embætt­is­skipt­in þegar við vinn­um í nóv­em­ber.“

Lík­legt er að Trump muni berj­ast um embættið við Hillary Cl­int­on sem er ná­lægt því að hljóta út­nefn­ingu Demó­krata­flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert