2.400 heimili eldinum að bráð

Svona er um að lítast á sumum svæðum borgarinnar Fort …
Svona er um að lítast á sumum svæðum borgarinnar Fort McMurray AFP

Um 90% þeirra heimila sem voru rýmd vegna skógareldanna í kanadísku borginni Fort McMurray eru að mestu óskemmd. Ríkisstjóri Alberta, Rachel Notley, heimsótti borgina í gær og sagði að sjúkrahúsið og flestir skólar borgarinnar væru í lagi. Kviknaði í 2.400 húsum af 25.000 í borginni.

„Það var kraftaverk að það náðist að ná íbúunum út úr borginni heilum á húfi,“ sagði hún í samtali við blaðamenn. Rúmlega 80.000 manns þurftu að flýja heimili sín vegna eldanna í síðustu viku.

Enginn lét lífið í eldunum en tveir létu lífið í bílslysi þegar þeir voru á leið út úr borginni vegna þeirra.

Yfirvöld reyna nú að útbúa áætlun yfir hvenær fólk getur snúið til síns heima. Á það að vera innan tveggja vikna.

Búið er að ná tökum á eldinum að mestu en að sögn yfirvalda gæti tekið nokkra mánuði að slökkva hann að fullu.

Frétt BBC.

AFP
Rachel Notley yfirgefur blaðamannafund í borginni.
Rachel Notley yfirgefur blaðamannafund í borginni. AFP
2.400 heimili urðu eldinum að bráð
2.400 heimili urðu eldinum að bráð AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert