Krefst ekki afsökunarbeiðni frá Cameron

Muhammadu Buhari forseti Nígeríu í Lundúnum í dag.
Muhammadu Buhari forseti Nígeríu í Lundúnum í dag. AFP

Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, mun ekki krefjast afsökunarbeiðni frá forsætisráðherra Bretlands eftir sá síðarnefndi kallaði Nígeríu „stórkostlega spillt land.“

Buhari er nú staddur í Lundúnum þar sem fram fer ráðstefna um aðgerðir gegn spillingu í heiminum. Þá sagðist hann frekar hafa áhuga á að Bretar skili stolnum eignum í bönkum þeirra en að fá afsökunarbeiðni.

David Cameron, forsætisráðherra, sagði í samtali við Elísabetu Englandsdrottningu í vikunni að Nígería og Afganistan væru „stórkostlega spillt lönd“.

Svo virðist sem forseti Nígeríu hafi ekki tekið ummælum Cameron illa. Aðspurður í Lundúnum í dag hvort að þau væru rétt sagði hann einfaldlega „Já“.

Í ræðu sinni í dag lýst hann spillingu sem „marghöfða skrímsli“ sem ógnar öryggi landa og „aðgreini ekki milli þróaðra og þróunarríkja.“ Sagði hann spillingu landlægt fyrirbæri í Nígeríu og að stjórn hans ætli sér að berjast gegn henni.

Ráðstefnan hefst á morgun og er markmiðið að útbúa alþjóðlega áætlun til þess að takast á við spillingu.

Fyrri frétt mbl.is: Cameron talar um „stórkostlega spillt ríki“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert