Trump mildast í garð múslima

Donald Trump segist vera tilbúinn að endurskoða ferðabann múslima til …
Donald Trump segist vera tilbúinn að endurskoða ferðabann múslima til Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump, sem er kominn langleiðina með að tryggja sér stöðu forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, virðist hafa mildast nokkuð í garð múslima. BBC greinir frá þessu.

Í kjöl­far hryðju­verka­árása í Evr­ópu síðustu miss­eri hef­ur Trump lagt til að múslim­um verði bannað tímabundið að koma til Banda­ríkj­anna og fengið við því blend­in viðbrögð. Í nóvember á síðasta ári varpaði hann einnig fram hugmynd sinni um að stofn­a gagna­banka yfir alla múslima í land­inu.

Trump sagði nýlega að hann myndi gera und­an­tekn­ingu á til­lögðu banni sínu við því að mús­lim­ar komi til Banda­ríkj­anna fyr­ir ný­kjör­inn borg­ar­stjóra Lund­úna, Sa­diq Khan.

Sadiq Khan, nýkjörinn borgarstjóri Lundúna.
Sadiq Khan, nýkjörinn borgarstjóri Lundúna. AFP

Khan, sem var kjör­inn borg­ar­stjóri Lund­úna í síðustu viku, er múslimi og hann hefur lýst yfir áhyggj­um af því að geta ekki farið til Banda­ríkj­anna verði Trump kjör­inn. Borgarstjórinn afþakkaði hins vegar boð Trump og sagði hann fáfróðan og aðgerðir hans myndu leiða til þess að bæði Bandaríkin og Bretland yrðu óörugg ríki.

Trump hefur nú dregið aðeins úr afstöðu sinni gagnvart banninu.

„Þetta yrði tímabundið bann. Það hefur ekki verið gefið út ennþá,“ sagði Trump í samtali við blaðamenn í gær. „Þetta er einungis tillaga þangað til að við finnum út úr því hvað er nákvæmlega að gerast.“

Eftir því sem Trump hefur tryggt sér fleiri kjörmenn virðist sem hann sé tilbúinn til að endurskoða afstöðu sinna til margra málaflokka, auk banns gegn múslimum hefur hann gefið út að hann sé viljugur til að endurstoða stefnu sína í skattamálum, fóstureyðingum og aðgangi transfólks að almenningssalernum.

Sjá frétt mbl.is: „Ég má skipta um skoðun“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert