Stærsta plakat heims

Plakatið á Plainpalais torgi í Geneva
Plakatið á Plainpalais torgi í Geneva AFP

Stuðnings­menn fyr­ir borg­ara­laun­um, eða skil­yrðis­lausri grunn­fram­færslu, í Sviss settu í dag heims­met með að út­búa stærsta plakat heims og var það staðfest af Guinn­ess heims­meta­bók­inni. Á plakat­inu er skrifað „hvað mynd­ir þú gera ef tekj­ur þínar væru tryggðar?“ í gull­stöf­um á svört­um bak­grunni. 

Plakatið var sett upp á Plain­pala­is torgi í Geneva í Sviss, en heild­ar­stærð plakats­ins er 8.115 fer­metr­ar.

Hóp­ur­inn á bak við verkið kall­ar sig Borg­ara­laun fyr­ir Sviss og vill að all­ir full­orðnir ein­stak­ling­ar fá lág­marks grunn­fram­færslu upp á 2500 sviss­neska franka, en það jafn­gild­ir um 318 þúsund ís­lensk­um krón­um á mánuði.

Kosið verður um til­lög­una 5. júní, en í októ­ber söfnuðu stuðnings­menn frum­varps­ins 100 þúsund und­ir­skrift­um sem kall­ar á þjóðar­at­kvæðagreiðslu um málið.

Sér­fræðing­ar segja að aðgerðin muni að öll­um lík­ind­um kalla á skatta­hækk­un og ein­hverj­ir telja að það muni ýta und­ir að fólk hætti að vinna. Talsmaður Borg­ara­launa fyr­ir Sviss seg­ir aft­ur á móti að með þessu sé hóp­ur­inn að segja að Sviss eigi næga pen­inga fyr­ir alla þegna lands­ins til að vera til.

Stærð þess sést ágætlega á þessari mynd.
Stærð þess sést ágæt­lega á þess­ari mynd. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert