Rodrigo Duterte, nýkjörinn forseti Filippseyja, vill koma aftur á dauðarefsingum í landinu og gefa öryggissveitum leyfi til að skjóta með því markmiði að drepa. Áður hefur hann heitið áfengis- og reykingabanni og útgöngubanni á börn og einnig vill hann breyta forsetahöllinni í sjúkrahús.
Duterte hefur vakið mikla athygli fyrir yfirlýsingar sínar en hann hefur meðal annars sagt að hann vilji myrða fíkniefnasala og henda þeim í Manilla-flóa.
Duterte er fæddur 1945 og er því 71 árs. Hann hefur tvisvar verið kvæntur en er nú einhleypur. Hann segist þó eiga nokkrar kærustur.
Duterte er menntaður lögfræðingur og hefur einnig setið á þingi. Hann er þekktur fyrir að berjast gegn glæpum og spillingu. Þá hafa ummæli hans einnig vakið athygli en hann hefur m.a. sagt að hann muni drepa þúsundir glæpamanna án réttarhalda.
Aðrar fréttir mbl.is um málið:
Gæti bannað áfengi á almenningsstöðum
Duterte sigurvegari kosninganna
Refsarinn líklegur sigurvegari