Vill koma á dauðarefsingum

Rodrigo Duterte er næsti forseti Filippseyja
Rodrigo Duterte er næsti forseti Filippseyja AFP

Rodrigo Duterte, nýkjörinn forseti Filippseyja, vill koma aftur á dauðarefsingum í landinu og gefa öryggissveitum leyfi til að skjóta með því markmiði að drepa. Áður hefur hann heitið áfengis- og reykingabanni og útgöngubanni á börn og einnig vill hann breyta forsetahöllinni í sjúkrahús.

Duterte hefur vakið mikla athygli fyrir yfirlýsingar sínar en hann hefur meðal annars sagt að hann vilji myrða fíkniefnasala og henda þeim í Manilla-flóa.

Duterte er fædd­ur 1945 og er því 71 árs. Hann hef­ur tvisvar verið kvænt­ur en er nú ein­hleyp­ur. Hann seg­ist þó eiga nokkr­ar kær­ust­ur.

Duterte er menntaður lög­fræðing­ur og hef­ur einnig setið á þingi. Hann er þekkt­ur fyr­ir að berj­ast gegn glæp­um og spill­ingu. Þá hafa um­mæli hans einnig vakið at­hygli en hann hef­ur m.a. sagt að hann muni drepa þúsund­ir glæpa­manna án rétt­ar­halda.

Aðrar fréttir mbl.is um málið: 

Gæti bannað áfengi á almenningsstöðum

Duterte sigurvegari kosninganna

Refsarinn líklegur sigurvegari

Lofar blóðugri forsetatíð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert