Angelina Jolie-Pitt, góðgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, hefur gefið út viðvörun þess efnis að alþjóðlega mannréttindakerfið fyrir flóttamenn sé að niðurlotum komið.
Jolie tók til máls á viðburði BBC World þar sem hnattrænir búferlaflutningar voru teknir til umræðu. Vandamál þeim tengd og áhrif á alþjóðlega kerfið voru einnig til umræðu.
Jolie varaði við ótta við búferlaflutninga og sagði að nú væri einstakt tækifæri fyrir núverandi kynslóð að sameina krafta sína. Forstjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Filippo Grandi, lýsti stuttu áður yfir að flóttamannavandinn væri orðinn að hnattrænu vandamáli.
Grandi sagði í samtali við BBC að það að bægja flóttamönnum frá virki einfaldlega ekki.
„Angelina Jolie-Pitt, góðgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, og Sir Richard Dearlove, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar, munu kynna mikilvæga nýja hugmyndafræði sem mun skapa hugsun okkar þegar kemur að efnahagslegri þróun, öryggi og mannúðaraðstoð,“ segir Grandi í samtali við BBC.
Jolie sagði í ræðu sinni að yfir 60 milljónir manna, einn af hverjum 122, væru á vergangi í heiminum, fleiri en nokkru sinn fyrr á síðastliðnum 70 árum.
„Þetta segir okkur að við þurfum að hafa virkilegar áhyggju af friði og öryggi í heiminum,“ sagði Jolie. Hún sagði jafnframt að fjöldi átaka og umróts í heiminum væri orðinn svo umfangsmikill að kerfið sem á að vernda og aðstoða flóttamenn að komast aftur til síns heima að átökum loknum virki ekki lengur. Að hennar sögn er flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna virkilega undirfjármögnuð.
„Það ætti ekki að koma okkur á óvart að fólk í jafn örvæntingarfullri stöðu sem hefur enga valkosti og sér ekki fram á að geta snúið aftur til síns heima leiti til Evrópu sem síðasta kosts, jafnframt þó því fylgi áhætta á dauðsfalli,“ sagði Jolie. Að hennar mati er Evrópa þó aðeins lítið brot af alþjóðlega flóttamannavandanum. Hún benti á Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópíu og Jórdaníu og sagði: „Við í vesturhluta heimsins erum hvorki í miðju flóttamannavandans né að færa mestu fórnina.“
Jolie sagði að einangrunarstefna væri ekki svarið við vandanum. „Ef hús nágranna þíns stendur í ljósum logum verður þú ekki öruggur ef þú læsir dyrum þínum. Styrkurinn felst í að vera óhræddur.“