Samþykktu „9/11“ frumvarpið

Öldungadeildarþingmennirnir John Cornyn og Chuck Schumer tala fyrir frumvarpinu.
Öldungadeildarþingmennirnir John Cornyn og Chuck Schumer tala fyrir frumvarpinu. AFP

Laga­frum­varp sem leyf­ir fjöl­skyld­um fórn­ar­lamba árás­anna 11. sept­em­ber 2001 að stefna Sádi-Ar­ab­ísk­um stjórn­völd­um hef­ur verið samþykkt í banda­ríska öld­unga­deild­arþing­inu og verður það næst tekið til umræðu í full­trúa­deild­arþing­inu.

Ut­an­rík­is­ráðherra Sádi-Ar­ab­íu varaði við því á dög­un­um að verði frum­varpið samþykkt gæti það leitt til þess að stjórn­völd þar í landi dragi sig úr banda­rísk­um fjár­fest­ing­um. Þá hef­ur Barack Obama for­seti Banda­ríkj­anna sagst ætla að beita neit­un­ar­valdi sínu gegn frum­varp­inu.

Ef frum­varpið er samþykkt geta fjöl­skyld­ur fórn­ar­lambanna stefnt hverj­um þeim stjórn­ar­liða Sádi-Ar­ab­íu sem tal­inn er hafa spilað ein­hvers­kon­ar hlut­verk í aðdrag­anda árás­anna. Sádi-Ar­ab­ar hafa alltaf neitað aðild að árás­un­um þar sem tæp­lega 3.000 létu lífið. Fimmtán af þeim nítj­án mönn­um sem rændu flug­vél­arn­ar sem notaðar voru í árás­un­um voru frá Sádi-Ar­ab­íu.

Þrem­ur árum eft­ir árás­irn­ar gaf sér­stök rann­sókn­ar­nefnd út skýrslu þar sem fram kom að eng­ar sann­an­ir væru fyr­ir því að stjórn­völd í Sádi-Ar­ab­íu eða stjórn­ar­liðar hefðu styrkt árás­irn­ar með pen­ing­um.

Talsmaður Hvíta húss­ins sagði að Obama hefði mikl­ar áhyggj­ur af frum­varp­inu og að hann ætti erfitt með að sjá hann fyr­ir sér skrifa und­ir það.

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins voru þeir Chuck Chumer, þingmaður demó­krata í New York og John Cornyn, þingmaður demó­krata í Texas. Talið er lík­legt að full­trúa­deild­arþingið samþykki frum­varpið einnig.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka