Trump ekki hæfur til að vera forseti

Hillary Clinton gagnrýndi Trump harðlega í dag.
Hillary Clinton gagnrýndi Trump harðlega í dag. AFP

Hillary Cl­int­on seg­ir and­stæðing sinn Don­ald Trump bæði hættu­leg­an og ótraust­vekj­andi ásamt því að hann valdi sundr­ung í sam­fé­lag­inu. Í viðtali við CNN í dag sagði Cl­int­on að hegðun Trump síðustu daga sýndi að hann væri ekki hæf­ur til þess að vera for­seti Banda­ríkj­anna.

Um­mæli Cl­int­on eru tal­in þau gróf­ustu gegn Trump hingað til. Nefndi hún árás­ir hans gegn bresk­um stjórn­mála­mönn­um, vilja til þess að ræða við Kim Jong Un, og skoðun hans að fleiri þjóðir ættu að eiga kjarn­orku­vopn máli sínu til stuðnings og sagði þessi atriði „gefa upp mjög ófríða mynd.“

„Ég veit hversu erfitt þetta starf er og ég veit að við þurf­um stöðug­leika, en á sama tíma styrk og gáf­ur, og mín niðurstaða er sú að hann er ekki hæf­ur til þess að vera for­seti Banda­ríkj­anna,“ sagði Cl­int­on.

Hún gagn­rýndi sér­stak­lega áætlan­ir Trump um að banna múslim­um að koma til Banda­ríkj­anna. Sagði hún hug­mynd­ina „ögr­andi“ og að hún fæli í sér skila­boð van­v­irðing­ar til þeirra mús­límaþjóða sem eru banda­menn Banda­ríkj­anna.

„Þegar þú býður þig fram sem for­seta Banda­ríkj­anna er all­ur heim­ur­inn að hlusta og horfa,“ sagði Cl­int­on. „Þannig að þegar þú seg­ist ætla að banna alla Mús­líma send­irðu út þær sann­an­ir og skila­boð til hryðju­verka­manna.“ Sagði hún að Trump væri notaður af hryðju­verka­mönn­um til þess að fá fleiri til þess að ganga til liðs við þá.

Þá sagðist hún ekki ætla að svara árás­um Trump gegn henni og eig­in­manni henn­ar en Trump sagði Cl­int­on „heim­ila“ hjú­skap­ar­brot Bill Cl­int­on og „meðferð hans á kon­um“.

„Ég veit eft­ir hverju hann er að fiska og ég ætla ekki að svara,“ sagði Cl­int­on.

Aðspurð um and­stæðing sinn í demó­krata­flokkn­um, Bernie Sand­ers, sagði Cl­int­on það ljóst að hún myndi hljóta út­nefn­ingu flokks­ins. Sagðist hún vera með „óyf­ir­stíg­an­leg­an“ fjölda of­ur­kjör­manna og sé með millj­ón­um fleiri at­kvæði á heild­ina en Sand­ers.

„Ég hlýt út­nefn­ingu míns flokks,“ sagði Cl­int­on. „Það er þegar vitað. Það er eng­in leið að ég verði það ekki.“

Hún vildi ekki tjá sig um hvort að Sand­ers verði mögu­lega vara­for­seta­efni henn­ar en sagði hann þurfa að „gera sitt“ til þess að sam­eina flokk­inn fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í nóv­em­ber.

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump.
For­setafram­bjóðand­inn Don­ald Trump. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert