Munu ekki vinna með Rússum í Sýrlandi

Rússneskir hermenn í Sýrlandi
Rússneskir hermenn í Sýrlandi AFP

Bandaríkjamenn munu ekki vinna með Rússum að sameiginlegum loftárásum gegn íslamistum í Sýrlandi. Talsmaður ráðuneytisins sagði við blaðamenn í dag að bandarísk og rússnesk stjórnvöld væru með „aðskilin hernaðarleg markmið“.

„Við munum ekki starfa með eða samstilla okkur við Rússa varðandi aðgerðir í Sýrlandi,“ sagði liðsforinginn Jeff Davis og talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í samtali við fréttamenn í dag.

„Aðgerðir Rússa styðja og ýta undir stjórn Assad [forseta Sýrlands] og okkar markmið er aðeins að sigra ISIL (skammstöfun yfir Ríki íslams),“ sagði Davis.

Fyrr í dag stakk Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa, upp á því í rússneskum miðlum, að Rússland og Bandaríkin myndu hjálpast að í baráttunni gegn samtökunum Jabhat al-Nusra og öðrum ólöglegum hópum með loftárásum. 

Davis sagði þó að Rússar hefðu ekki boðið til samstarfs formlega. „Ég hef bara séð sömu fréttir og þið, ekkert formlegt hefur komið til okkar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert