Krefjast dauðarefsingar yfir Roof

Loretta E. Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Loretta E. Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Lor­etta Lynch, hef­ur til­kynnt um að ákæru­valdið muni krefjast dauðarefs­ing­ar yfir Dyl­ann Roof sem ákærður er vegna skotárás­ar­inn­ar í kirkju í bæn­um Char­lest­on í Banda­ríkj­un­um sem tók líf níu svartra sókn­ar­barna. 

Ákær­urn­ar fyr­ir al­rík­is­dóm­stóln­um eru í 33 liðum, þar á meðal ákæra fyr­ir ólög­leg­an vopna­b­urð, brot á friðhelgi trú­ar­bragða og hat­urs­glæpi.

Lynch seg­ir að „eðli hinna meintu glæpa og harm­ur hinna eft­ir­lif­andi“ hafi orðið til þess að kosið var að krefjast dauðarefs­ing­ar.

Sjá frétt mbl.is: Ákærður fyr­ir hat­urs­glæp

Lög­regl­an tel­ur að árás Roofs hafi byggst á kynþátta­h­atri. Árás hans hófst eft­ir að hann hafði sótt bibl­íu­kennslu í Em­anu­el African Met­hod­ist Ep­iscopal-kirkj­unni í Char­lest­on ásamt sókn­ar­börn­un­um sem hann er ákærður fyr­ir að hafa myrt.

Eft­ir að Roof var hand­tek­inn á hann að hafa sagst viljað „koma af stað stríði á milli kynþátta.“ Hann seg­ist jafn­framt hafa næst­um því hætt við að fremja ódæðið þar sem all­ir í kirkj­unni hafi verið svo al­menni­leg­ir við hann.

Málið vakti mik­inn óhug vest­an­hafs vegna öfga­kenndra skoðana hans. Þúsund­ir manna sóttu jarðarför barn­anna, meðal ann­ars sótti Barack Obama Banda­ríkja­for­seti jarðarför eins þeirra og flutti þar minn­ing­ar­orð.

Sjá frétt BBC.

Sjá frétt mbl.is: Roof vill játa sök

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert