Eldflaugakerfi á diskettum

Fyrir yngstu lesendur mbl.is, þá líta diskettur svona út.
Fyrir yngstu lesendur mbl.is, þá líta diskettur svona út. Mynd/Wikipedia

Kjarnorkusveit bandaríska hersins notast enn við diskettur í tölvukerfum sínum. Hluti tölvukerfisins er frá 8. áratugnum eftir því sem kemur fram í nýrri skýrslu bandarískra hernaðaryfirvalda.

Niðurstöður skýrslunnar eru að nauðsynlegt sé að endurnýja tölvukerfið sem allra fyrst. Kostnaðurinn við að viðhalda gamla tölvukerfinu er sagður vera um 61 milljarður dollara á ári. Er sá viðhaldskostnaður um þrefalt hærri en fjárfesting hernaðaryfirvalda í nýrri tölvutækni.

„Varnarkerfi hernaðarmálaráðuneytisins sem stjórnar langdrægum eldflaugum, meðal annars kjarnorkueldflaugum, keyrir á fyrstu kynslóðar IBM-kerfi frá 8. áratugnum og diskettum,“ segir í skýrslunni. 

„Kerfið er enn í notkun vegna þess að það virkar enn þá,“ er haft eftir talsmanni Pentagon í frétt AFP.

Til stendur að disketturnar verði teknar úr notkun fyrir árið 2017 og að kerfið verði að fullu nútímavætt fyrir árið 2020. 

Í skýrslunni segir einnig að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi einnig þar til nýlega notast við tölvukerfi sem byggði á kóða sem upphaflega var forritaður á sjötta áratugnum. 

Sjá frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert