Trump öruggur með útnefningu

Donald Trump forsetaframbjóðandi.
Donald Trump forsetaframbjóðandi. AFP

Frambjóðandinn Donald Trump hefur tryggt sér nægilega marga kjörmenn til að fá útnefningu sem forsetaframbjóðandi bandaríska Repúblikanaflokksins. Ástæðan fyrir því er að óbundnir kjörmenn repúblikana hafa heitið því að styðja milljarðamæringinn, samkvæmt talningu fréttastofunnar Associated Press.

Repúblikanaflokkurinn mun ekki greina frá niðurstöðunum opinberlega fyrr en á landsþingi flokksins í júlí þegar kjörmenn munu greiða atkvæði um næsta forsetaframbjóðanda.

Flokkurinn veitir ekki opinberar upplýsingar um talningu meðan á forkosningum stendur og því hafa bandarískar fréttastofur sjálfar reiknað út fjölda kjörmanna.

Eitthvað er um misræmi á milli talninga því í sumum ríkjum geta kjörmenn ráðið því hvaða frambjóðanda þeir kjósa, óháð úrslitum í forkjörinu.

Samkvæmt AP hefur Trump tryggt sér stuðning 1.238 kjörmanna, sem er einum manni meira en þarf til fá útnefninguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert