Fimm úkraínskir hermenn féllu

Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu.
Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu. AFP

Fimm úkraínskir hermenn létu lífið og fjórir særðust í sprengjuárásum í austurhluta Úkraínu síðasta sólarhringinn. Auk þess létust tveir uppreisnarmenn. Eru þetta næstflest dauðsföll í deilunni á einum degi, en á þriðjudag létust sjö hermenn á svæðinu.

Að sögn talsmanna stjórnarhersins hefur ástandið versnað hratt og eru átök orðin harðari en áður. 

Leiðtog­ar Frakk­lands, Þýska­lands, Rúss­lands og Úkraínu hafa kallað eft­ir að friðarsam­komu­lagi verði komið á í aust­ur­hluta lands­ins þar sem upp­reisn­ar­menn og stjórn­ar­her­menn tak­ast á.

Formaður ör­ygg­is- og varn­ar­málaráðs Úkraínu, Oleks­andr Turc­hynov, sagði í vikunni að hann kenndi Rúss­lands­stjórn um árás­irn­ar og sakaði Rússa um að gera hvað sem er til þess að standa í vegi fyr­ir því að deil­an verði út­kljáð á friðsam­leg­an hátt. Hann sagði jafn­framt að Rúss­ar væru að koma þunga­vopn­um yfir til aust­ur Úkraínu og að síðasta mánuðinn hafi verið meira um um­ferð ómannaðra rúss­neskra loft­fara í úkraínskri loft­helgi.  

Átök­in milli upp­reisn­ar­manna hliðhollra Rúss­um og stjórn­ar­hers­ins í aust­ur­hluta Úkraínu hóf­ust í apríl 2014 og hafa rúm­lega 9.300 látið lífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert