Minntust orrustunnar við Verdun

AFP

Francois Hollande, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, taka í dag þátt í minningarathöfn um orrustuna við Verdun í Frakklandi sem háð var árið 1916 er fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Hundruð þúsunda franskra og þýskra hermanna féllu í orrustunni sem var sú lengsta í stríðinu og stóð í um tíu mánuði.

Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að litið sé í dag á orrustuna við Verdun sem tákn um sættir Frakka og Þjóðverja. Athöfnin hófst með því að Hollande og Merkel heimsóttu hermannakirkjugarð í Contenvoye skammt norður af Verdun þar sem hljómsveit lék franska og þýska þjóðsönginn í rigningarveðri. Þaðan var haldið í hermannakirkjugarðinn í Verdun þar sem minnisvarði var afhjúpaður og blómsveigur lagður að honum.

AFP
Francois Mitterrand, þáverandi forseti Frakklands, og Helmut Kohl, þáverandi kanslari …
Francois Mitterrand, þáverandi forseti Frakklands, og Helmut Kohl, þáverandi kanslari Þýskalands, haldast í hendur í Verdun árið 1984 á meðan þjóðsöngvar landanna eru leiknir. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert