Drengur í farangursrými í átta tíma

Drengurinn hafði heyrt að það væri mjög ábatasamt að betla …
Drengurinn hafði heyrt að það væri mjög ábatasamt að betla í Dubaí. AFP

Kínverskur drengur laumaði sér um borð í farþegaþotu Emirates og flaug með henni til Dúbaí. Þar ætlaði hann sér að betla sér til framfærslu.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að drengurinn sé sextán ára og í kínverskum fréttum er hann sagður heita Xu. Hann fannst í farangursrými vélarinnar. Vélin flaug frá Shanghaí til Dúbaí. Á áfangastað fannst laumufarþeginn loks.

Xu segist hafa klifrað yfir girðingu á flugvellinum og svo inn í farangursrýmið. Það hafi honum tekist að gera þegar öryggisverðir voru ekki að fylgjast með.

Slíkt ferðalag er sagt mjög hættulegt. Ýmislegt getur komið upp á. Um átta klukkustunda langt flug var að ræða.

Xu segist hins vegar hafa lagt af stað í þessa hættuför því hann hafi heyrt að betlarar gerðu það gott í Dúbaí. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert