Söguleg stund fyrir konur

Clinton lýsti yfir sigri í gærkvöldi við mikinn fögnuð stuðningsmanna …
Clinton lýsti yfir sigri í gærkvöldi við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. AFP

Hillary Clinton hefur lýst yfir sigri í baráttu sinni við Bernie Sanders um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins eftir að hún sigraði í forkosningunum í New Jersey í gærkvöldi. Clinton sigraði þó einnig í Suður-Dakóta og New Mexico á meðan Sanders hlaut sigur í Norður-Dakóta og Montana.

Clinton sagði þetta sögulega stund fyrir konur. „Það er ykkur að þakka að við höfum náð þessum áfanga,“ sagði Clinton við dynjandi lófaklapp stuðningsmanna sinna í New York. Hrópaði hún jafnframt að nú væri kona forsetaefni í Bandaríkjunum í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar.

Kosið var í sex ríkjum í gær og á eftir að tilkynna úrslit í Kaliforníu sem er jafnframt stærsta ríkið. Sanders vonast eftir sigri þar en nú þegar að 41% atkvæða hafa verið talin er Clinton með 59,4% atkvæða en Sanders 39,5%.

Sagði hann stuðningsmönnum sínum í gær að hann myndi halda baráttunni áfram þrátt fyrir að vita að það væri á brattan að sækja.

Hann stefnir á að reyna að fá ofurkjörmenn til þess að sýna honum stuðning í staðinn fyrir Clinton á þingi flokksins í næsta mánuði. Það er þó talið ólíklegt að það gerist.

Frétt BBC.

Bill og Hillary Clinton.
Bill og Hillary Clinton. AFP
Sanders fær koss frá eiginkonu sinni Jane eftir að hafa …
Sanders fær koss frá eiginkonu sinni Jane eftir að hafa ávarpað stuðningsmenn sína í Los Angeles. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert