Sjáðu tígrishvolpa koma í heiminn

Shakira ásamt hvolpunum sínum þremur.
Shakira ásamt hvolpunum sínum þremur. Skjáskot/Paignton dýragarðurinn

Fæðing þriggja súmötru-tígris­hvolpa var tek­in upp á falda mynda­vél í Paignt­on dýrag­arðinum í Devon á Bret­lands­eyj­um. Tígr­is­dýr­in eru í mik­illi út­rým­ing­ar­hættu og eru þessi þau fyrstu sem fæðast í dýrag­arði frá ár­inu 2009.

Hvolp­arn­ir komu í heim­inn 31. maí. Móðir þeirra er Shakira og næstu mánuði munu þau fá næði frá gest­um garðsins til að mynda tengsl og fyr­ir hvolp­ana að kom­ast á legg. 

Inn­an við 400 Súmötru-tígr­ar finn­ast nú villt­ir í nátt­úr­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka