Níutíu ára afmæli Elísabetar fagnað

Elísabet Bretadrottning veifaði gestum fyrir utan St. Pauls-dómkirkjuna á leið sinni til messu í dag, en þriggja daga hátíðarhöld standa nú yfir í Bretlandi í tilefni að 90 ára afmæli drottningarinnar.

Fjölmargir úr konungsfjölskyldunni tóku þátt í athöfninni, m.a. drottningarmaðurinn hertoginn af Edinborg, sem sjálfur á 95 ára afmæli í dag.  Yfir 2.000 manns voru við messuna og las David Cameron, forsætisráðherra Breta, m.a. upp kafla úr biblíunni.

Bretadrottning á tvo afmælisdaga – eiginlegan afmælisdag sinn sem er 21. apríl og svo opinberan afmælisdag í júní. Þessi síður byggir á 250 ára gamalli hefð, sem ætlað var að tryggja betra veður á opinberum afmælisdögum konungs eða drottningar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka