Í haldi grunuð um hjúskaparbrot

Frá Qatar. Mynd úr safni.
Frá Qatar. Mynd úr safni. AFP

Rúmlega tvítug hollensk kona er í haldi lögreglu í Katar, grunuð um hjúskaparbrot. Hún kom á lögreglustöð í landinu fyrr á þessu ári og vildi kæra nauðgun. Konan segir að henni hafi verið byrluð ólyfjan og hún hafi vaknað í ókunnugu húsi.

Konan var handtekin í kjölfarið og á að koma fyrir dómara á mánudag. Maðurinn, sem hún segir að hafi nauðgað henni, er einnig í haldi lögreglu. Hann segir að kynlífið hafi verið með samþykki þeirra beggja.

Í frétt BBC er haft eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Hollands að konan sé í haldi lögreglu en hafi ekki verið ákærð.

Konan segist hafa farið að skemmta sér á hóteli í Doha eitt kvöldið. Áfengi var leyft á hótelinu en skömmu eftir að hún tók fyrsta sopann úr glasinu fór henni að líða illa. Hún man næst eftir sér morguninn eftir þegar hún vaknaði í ókunnugu húsi og uppgötvaði sér til mikillar skelfingar að henni hafði verið nauðgað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert