Michael Cheatham, skurðlæknir á Orlando Health-spítalanum, hefur biðlað til fólk um að gefa blóð vegna árásinnar sem framin var á Pulse-skemmtistaðnum í Orlando í nótt. „Blóð er yndisleg gjöf. Það er hentugast að fara í blóðbanka til að gefa blóð, ekki koma upp á spítala,“ sagði Cheatham.
Samkvæmt vef The Guardian hafa OneBlood-samtökin gefið út tilkynningu þar sem fram kemur að skortur sé á blóði í blóðflokkum O plús, O mínus og AB. Þá eru múslimar eindregið hvattir til að gefa blóð vegna árásarinnar.
Samkynhneigðir mega ekki gefa blóð í Bandaríkjunum. Nýlega var þó farið yfir lögin og þeim breytt þannig að samkynhneigðir karlmenn mega ekki gefa blóð í ár eftir að þeir hafa átt í samræði við annan karlmann en annars er þeim það heimilt.
Fimmtíu eru látnir og fimmtíu og þrír særðir eftir árásina. Árásarmaðurinn, Omar Mateen, hóf skothríð á skemmtistaðnum Pulse sem er fyrir LGBT-fólk, þ.e. samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk, í nótt en hann féll síðar í skotbardaga við lögreglu.
Humanity responds to evil. From a family friend in Central Florida https://t.co/lSuDbRMJ3r pic.twitter.com/CAzBuJYqv9
— Marc Caputo (@MarcACaputo) June 12, 2016